Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 19. janúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mertesacker hefur ekkert spilað en framlengdi
Mertesacker er nú bundinn til sumarsins 2018.
Mertesacker er nú bundinn til sumarsins 2018.
Mynd: Getty Images
Per Mertesacker, fyrirliði Arsenal, hefur enn ekki spilað á þessu tímabili vegna meiðsla en hefur þó framlengt samningi sínum við félagið um eitt ár.

Þessi 32 ára varnarmaður sem varð heimsmeistari með Þýskalandi en hann er að jafna sig eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu.

„Hann var með klásúlu sem við höfum nýtt okkur. Hann er byrjaður að æfa en ekki með hópnum. Ég held að það séu nokkrar vikur í hann," segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Samningur Mertesacker var að renna út næsta sumar. Hann gekk í raðir Arsenal frá Werder Bremen í ágúst 2011 og hefur unnið FA-bikarinn tvívegis með félaginu.

Arsenal er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum frá toppliði Chelsea.

Sóknarmaðurinn Danny Welbeck er klár aftur eftir löng hnémeiðsli og segir Wenger að liðið hafi gríðarlega öfluga kosti í sóknarleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner