Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. janúar 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
Shaw snýr aftur í lok mánaðar
Shaw er að jafna sig.
Shaw er að jafna sig.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, mun líklega snúa aftur í aðalliðið í lok mánaðarins. Þessi 21 árs vinstri bakvörður hefur ekki spilað fyrir United síðan 30. nóvember.

Shaw hefur gengið erfiðlega að hrista af sér þau meiðsli sem hafa verið að hrjá hann.

Hann hefur varið miklum tíma á meiðslalistanum og sögusagnir verið um að Jose Mourinho sé ekki með hann í langtímaáætlunum sínum vegna þess. Portúgalinn hefur neitað þeim sögum.

Shaw kostaði United 27 milljónir punda þegar hann kom frá Southampton 2014.

Hann gæti verið í leikmannahópi United í seinni leiknum gegn Hull í deildabikarnum eftir viku. Það er allavega búist við því að hann komi við sögu í FA-bikarleik gegn Wigan, sem er að ströggla í Championship, 29. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner