Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. janúar 2017 19:55
Stefnir Stefánsson
Wenger: Engin ástæða fyrir Arsenal að kaupa Payet
Wenger ekki á eftir Payet
Wenger ekki á eftir Payet
Mynd: Getty Images
Á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal og Burnley um helgina var Arsene Wenger stjóri Arsenal spurður út í möguleikann á því hvort að liðið ætli að blanda sér í baráttuna um Dimitri Payet sóknarmann West Ham.

Wenger viðurkenndi þó að hann hrífist af Payet sem leikmanni en sagði að liðið hefði ekki þörf fyrir að styrkja sig í þeim stöðum sem að Payet getur leyst.

„Við munum ekki koma til með að blanda okkur í baráttuna um hann (Payet). Við erum með marga leikmenn sem geta leyst þessar sóknarsinnaðri stöður. Auðvitað hefur maður áhuga á svona hæfileikum en þetta er ekki það sem okkur vantar núna. Við höfum ekkert með hann að gera núna." Sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal.

Payet hafði verið nefndur sem maðurinn sem gæti möguleika fyllt skarð Özil eða Alexis ef að annar þeirra væri á leið burt frá félaginu. En þeir eiga báðir 18 mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner