Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
England: Will Grigg sló Man City úr bikarnum
Mynd: Getty Images
Wigan 1 - 0 Manchester City
1-0 Will Grigg ('79)
Rautt spjald: Fabian Delph, Man City ('45)

Ótrúlegustu úrslit tímabilsins í enska boltanum eru komin í hús þar sem Wigan var að slá Manchester City úr enska bikarnum.

Man City mætti með gífurlega sterkt lið til Wigan og stjórnaði leiknum frá upphafi til enda, 83% með boltann.

Gestirnir fengu mikið af hálffærum en vörn Wigan hélt vel og Christian Walton átti góðan leik á milli stanganna.

Fabian Delph fékk beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu rétt fyrir leikhlé en tíu leikmenn City héldu áfram að stjórna leiknum og reyna að skapa sér færi.

Það var svo þvert gegn gangi leiksins sem Will Grigg slapp í gegn eftir skelfileg mistök Kyle Walker, sem leyfði boltanum að fara framhjá sér og beint á Grigg.

Grigg tók á rás með knöttinn og skoraði við sturluð fagnaðarlæti heimamanna, sem sungu 'Will Grigg's on fire' hástöfum.

Tilvonandi Englandsmeistarar Man City höfðu þá rúmlega tíu mínútur til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og sögulegur sigur Wigan staðreynd.

Wigan hafði betur gegn Man City í úrslitaleik bikarsins 2013 og undanúrslitunum 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner