Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Ísland fær háttvísi verðlaun UEFA - Félög geta sótt um milljónir
Mynd: Raggi Óla
Ísland fékk háttvísi viðurkenningu frá UEFA fyrir háttvísi íslenskra landsliða og íslenskra félagsliða í keppnum á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017.

Þrjú lönd fengu verðlaunin og hvert þeirra fær 50 þúsund evru styrk frá UEFA fyrir „fair play“ verkefnum.

Félög geta nú sótt um styrkinn. Stykrurinn er eyrnamerktur verkefnum á vegum aðildarfélaga, sem snúa að háttvísi eða samfélagslegri ábyrgð.

„Ég vona að einhver félög sæki um þetta því að ég vil ekki að þessi peningur dagi uppi hjá UEFA," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

„Við munum aðstoða viðkomandi félög við að sækja um styrkinn til UEFA. Þetta eru 50 þúsund evrur sem bíða eftir að verða sóttar."

Klara segir að hægt sé að sækja um að fá styrk fyrir hin ýmsu verkefni. „Ef að þú skoðar til dæmis skýrslu um aðstöðu fatlaðra á íslenskum völlum þá myndi ég telja að það væri til dæmis kjörið í þetta verkefni."

„Þetta gæti líka verið verkefni gegn kynþáttafordómum, bann við reykingum, kynjajafnrétti eða regnbogafyrirliðabönd."


Félög geta fræðst meira um umsóknarferlið á vef KSÍ
Athugasemdir
banner
banner