Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 11:01
Elvar Geir Magnússon
Kári lék ekki - Rúrik missir af leik í Þýskalandi
Icelandair
Rúrik spilar ekki með félagsliði sínu á morgun.
Rúrik spilar ekki með félagsliði sínu á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun hefst formlegur undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Kosóvó næsta föstudag. Hópurinn kemur allur saman á morgun og mun æfa í þrjá daga í Parma á Ítalíu.

Miðverðirnir Ragn­ar Sig­urðsson og Kári Árna­son, sem hafa verið lykilmenn, hafa ekkert spilað síðustu vikur. Kári missti af fimmta deildarleik Omonia í Kýpur í röð þegar liðið vann Anorthosis 2-0 í gær. Kári brákaði rifbein og hefur því ekki getað spilað.

Ragnar var ekki í hópnum hjá Fulham sem tapaði 1-3 fyrir Wolves. Ragnar hefur verið úti í kuldanum hjá félaginu og ekki spilað í síðustu sjö leikjum.

Arnór Ingvi Traustason fór meiddur af velli í Austurríki í gær en ekki hafa frekari fréttir borist af hans málum.

Rúrik Gíslason var valinn í landsliðshópinn í fyrsta sinn í langan tíma. Lið hans, Nurnberg, mætir Union Berlín í þýsku B-deildinni á morgun en Rúrik missir af þeim leik.

KSÍ hefur rétt á að fá hann í sínar hendur á morgun og nýtti sér þann rétt, þetta kemur fram á mbl.is.

Margir landsliðsmenn leika með félagsliðum sínum í dag.

Sjá einnig:
Landsliðshringborð úr útvarpsþættinum
Landsliðshópurinn
Athugasemdir
banner
banner
banner