Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Kolasinac tryggði Schalke sigur á Mainz
Kolasinac tryggði Schalke sigur á útivelli.
Kolasinac tryggði Schalke sigur á útivelli.
Mynd: Getty Images
Mainz 0 - 1 Schalke 04
0-1 Sead Kolasinac ('50 )

Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er lokið. Mainz fékk Schalke 04 í heimsókn, en fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum.

Schalke var með einu stigi meira í sætinu fyrir ofan Mainz fyrir leikinn og því var búist við hörkuleik, sem hann svo var.

Áhorfendur fengu ekki að sjá mark í fyrri hálfleiknum, en snemma í þeim seinni skoraði bakvörðurinn Sead Kolasinac og kom Schalke yfir, staðan 1-0.

Það reyndist eina mark leiksins og sigur Schalke staðreynd. Þeir fara núna upp í níunda sæti deildarinnar með 33 stig; Mainz er í 12. sætinu með fjórum stigum minna, 29 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner