Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes: Joao Neves er tilbúinn fyrir stóra stökkið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes er í portúgalska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð og Slóveníu í æfingalandsleikjum í landsleikjahlénu.

Miðjumaðurinn ungi Joao Neves var einnig valinn í landsliðshópinn, en hann er aðeins 19 ára gamall og á nú þegar þrjá A-landsleiki að baki.

Hann er mikilvægur hlekkur í sterku liði Benfica og er núna partur af einu af gæðamestu landsliðum heimsfótboltans.

Manchester United hefur verið orðað við Neves og vonast Fernandes til að samlandi sinn skipti yfir í enska boltann.

„Ég veit ekki hvort orðrómurinn sé sannur um að Man United vilji kaupa hann, en ég veit að hann er tilbúinn fyrir stóra stökkið," sagði Fernandes þegar hann var spurður út í orðróminn í Portúgal.

„Hann er frábær leikmaður og er nú þegar kominn í A-landsliðið. Það er önnur ástæða fyrir því að stóru félögin hafa áhuga á honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner