Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. apríl 2017 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður: Skrýtið að Juventus hafi fengið á sig mark
Chiellini átti frábæran leik í vörn Juventus.
Chiellini átti frábæran leik í vörn Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með markalausu jafntefli gegn Barcelona í kvöld.

Ítalíumeistararnir unnu fyrri leikinn á sínum heimavelli 3-0 og fara því frekar örugglega áfram.

Juventus sýndi stórkostlegan leik í kvöld. Liðið var frábært varnarlega og gaf fá færi á sér.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og fyrrum leikmaður Barcelona, hrósaði Juventus fyrir frammistöðuna.

„Það kemur mér á óvart að Juventus hafi nokkurn tímann fengið á sig mark miðað við frammistöðuna í kvöld," skrifaði Eiður á Twitter, en tíst hans má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner