Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. maí 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Danny Graham hjálpaði fótboltamanni að fjármagna aðgerð
Góðhjartaður.
Góðhjartaður.
Mynd: Getty Images
Danny Graham, framherji Sunderland, lagði fram 2690 pund eða rúma hálfa milljón króna í söfnun fyrir JJ O'Donnell miðjumann Gateshead.

Hinn 23 ára gamli O'Donell er að glíma við alvarleg veikindi sem valda bólgum á tánum.

Með aðgerð vonast hann til að geta haldið áfram að spila fótbolta en aðgerðin kostar 7000 pund eða um eina og hálfa milljón króna.

O'Donell hefur náð að fjármagna aðgerðina en Danny Graham átti góðan þátt í því með sínu framlagi.

„Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eru oft gagnrýndir fyrir að vera ekki góðar fyrirmyndir en þetta sýnir bara hversu góðar fyrirmyndir sumir leikmenn eru," sagði O'Donell.
Athugasemdir
banner
banner