Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. maí 2018 11:30
Ingólfur Stefánsson
Umboðsmaðurinn dýrari en Evans
Mynd: Getty Images
Leicester hefur áhuga á Jonny Evans varnarmanni West Brom. Eftir fall West Brom úr ensku úrvalsdeildinni er varnarmaðurinn falur fyrir 3 milljónir punda en Leicester þarf þó að borga töluvert meira ef þeir ætla að tryggja sér þjónustu hans fyrir næsta tímabil.

Umboðsmaður Evans krefst þess að fá 4 milljónir punda í umboðsmannafé takist honum að ganga frá samning um félagsskipti til Leicester. Þeir sem eru góðir í stærðfræði taka eftir því að það er 1 milljón meira en Evans sjálfur mun kosta liðið.

Talið er að þessi aukapeningur hafi stöðvað félagsskipti Evans til Manchester City í janúar og einnig að Arsenal hafi misst áhuga á leikmanninum vegna þessa.

Það er sífellt algengara að lið borgi háar upphæðir til umboðsmanna. Mino Raiola fékk til að mynda 41 milljón punda þegar Paul Pogba gekk til liðs við Manchester United fyrri 89 milljónir.

Leicester hefur eytt samtals 9.9 milljónum punda í umboðsmannafé í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. 4 milljónir í einu væri því mikil skuldbinding.
Athugasemdir
banner
banner
banner