Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. júlí 2017 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Matthías skaut Rosenborg áfram
Skoraði sigurmark í framlengingu
Mynd: Getty Images
Rosenborg 2 - 1 Dundalk (Eftir framlengingu)
0-1 Brian Gartland ('12)
1-1 Yann-Erik de Lanlay ('43)
2-1 Matthías Vilhjálmsson ('98)

Matthías Vilhjálmsson bjargaði Rosenborg í kvöld.

Norsku meistararnir mættu FH-bönunum í Dundalk í forkeppni Meistardeildarinnar í kvöld, en fyrri leikurinn í Írlandi endaði 1-1.

Matthías, sem hefur átt magnað tímabil með Rosenborg, var á bekknum í kvöld, annan leikinn í röð.

Þjálfari Rosenborg ákvað að byrja frekar með Nicklas Bendtner, en í kvöld var það Matthías sem reyndist hetjan.

Matti kom inn á sem varamaður á 72. mínútu, en þá var staðan 1-1. Leikurinn endaði þannig og fór því í framlenginu.

Í framlengingunni skoraði síðan Matthías sigurmarkið, 2-1.

Rosenborg mætir að öllum líkindum Celtic í næstu umferð.



Athugasemdir
banner
banner
banner