Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 19. ágúst 2016 15:55
Magnús Már Einarsson
Kerr kveður Stjörnuna á næstunni - Fer í lið hjá Materazzi
Duwayne Kerr í leik með Stjörnunni.
Duwayne Kerr í leik með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Materazzi er næsti þjálfari Kerr.
Materazzi er næsti þjálfari Kerr.
Mynd: Getty Images
Duwayne Kerr, markvörður Stjörnunnar, er á förum frá félaginu í lok mánaðarins.

Kerr spilar gegn FH á mánudaginn og gegn Breiðabliki laugardaginn 27. ágúst áður en hann kveður Stjörnuna.

Kerr hefur samið við Chennaiyn í Indlandi um að leika í ofurdeildinni þar í landi. Marco Materazzi, fyrrum varnarmaður Inter og ítalska landsliðsins, er þjálfari Chennaiyn en hann var staddur á Íslandi á dögunum til að semja við Kerr.

John Arne Riise samdi við Chennaiyn í gær en indverska ofurdeildin hefst eftir nokkrar vikur og stendur yfir í tæpa þrjá mánuði.

Fleiri félög í Indlandi vildu fá Kerr í sínar raðir en hann endaði á að semja við Chennaiyn.

„Íslensku félögin hafa bara ákveðna fjármuni á milli handanna og við eigum ekki séns Indland," sagði Victor Olsen rekstrarstjóri meistaraflokks karla hjá Stjörnunni í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kerr kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið eftir að hafa áður leikið í Noregi. Hann hefur verið í landsliðshópi Jamaíka og í sumar missti hann meðal annars af leikjum með Stjörnunni vegna Copa America.

Guðjón Orri Sigurjónsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson eiga eftir að berjast um markvarðarstöðuna hjá Stjörnunni fyrir síðustu fimm leikina í Pepsi-deildinni.

Sveinn Sigurður var á láni hjá Fjarðabyggð fyrri hluta sumars en hann meiddist í leik gegn Huginn í síðasta mánuði. Óttast var að Sveinn yrði frá keppni út tímabilið en að sögn Victors voru meiðslin ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu.
Athugasemdir
banner
banner