Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. september 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Lopetegui: Vonum að Costa leysi úr þessari stöðu sem fyrst
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, landsliðsþjálfari Spánverja, segir að Diego Costa verði að byrja að spila og æfa með félagsliði áður en hann snýr aftur í landsliðshópinn.

Costa er ekki í myndinni hjá Chelsea en hann vonast til að ganga í raðir Atletico Madrid í janúar.

„Við erum ekki reiðir út í hann. Sumarið hjá Costa hefur verið óvenjulegt, skrýtið og flókið. Ekki bara fyrir hann heldur félagið hans líka. Hann er ennþá leikmaður Chelsea. Þetta er flókin staða," sagði Lopetegui.

„Von okkar er að hann nái að leysa þessa stöðu eins fljótt og mögulegt er þannig að hann geti byrjað að æfa og spila."

„Það er það sem hann vill mest gera og það er það sem landsliðið hefur áhuga á."

Athugasemdir
banner
banner
banner