Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. október 2014 18:00
Alexander Freyr Tamimi
Garry Monk brjálaður: Victor Moses svindlaði
Moses liggur í teignum eftir að hafa fengið víti.
Moses liggur í teignum eftir að hafa fengið víti.
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, var vægast sagt brjálaður eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Monk var aðallega öskureiður yfir vítaspyrnu sem Stoke fékk dæmda rétt fyrir leikhlé, en áður hafði Wilfried Bony komið Swansea yfir úr víti.

,,Að fá ekkert úr þessum leik er svekkjandi. Við fengum fullt af færum framan af og vissum að á svona stað þarf maður að nýta færin sín, en við gerðum það því miður ekki," sagði Monk eftir leik.

,,Við áttum skilið að fá þetta víti, Ryan Shawcross var með hendurnar á Wilfried Bony og togaði hann niður. Seinni vítaspyrnudómurinn var skammarleg ákvörðun, þetta er aldrei víti."

,,Vandamálið er að á þessu tímabili hafa margar ákvarðanir fallið gegn okkur. Ég leit beint á bekkinn á Stoke og þeir trúðu ekki sjálfir að þeir væru að fá víti, það segir allt sem segja þarf."

,,Þetta var augljós dýfa. Hann svindlaði á dómaranum og dómarinn svindlar á okkur. Og þetta kom á mjög mikilvægum tíma, við hefðum átt að vera 1-0 yfir í hálfleik og það hefði verið allt annað."

,,Þetta var algerlega viðbjóðsleg ákvörðun hjá dómaranum. Victor Moses hefði átt að fá gult spjald fyrir dýfu, hann svindlaði. Þetta gerist í hverri viku hjá okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner