Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba hélt að Terry væri varaliðsmaður
Mynd: Getty Images
Didier Drogba er búinn að segja skemmtilega sögu frá því þegar hann kom fyrst til Chelsea og þekkti ekki fyrirliðann John Terry.

Drogba hélt að Terry væri ungur leikmaður úr varaliðinu og hefur eflaust verið hissa þegar hann komst að því að meinti varaliðsmaðurinn var fyrirliðinn sjálfur.

„Á minni fyrstu æfingu hjá Chelsea tók ég eftir stórum og sterkum náunga sem leit út fyrir að vera mjög ungur. Hann talaði og bar sig á þann hátt að ég hélt að hann væri einfaldlega varaliðsmaður sem væri að æfa með aðalliðinu til að öðlast reynslu," sagði Drogba.

„Þegar æfingin var að klárast spurði ég annan leikmann hver þessi ungi strákur væri og fékk svarið að þetta væri fyrirliðinn sjálfur, John Terry! Ég vissi það lítið um liðið þegar ég kom þangað fyrst að ég þekkti ekki einu sinni fyrirliðann."

Drogba gerði frábæra hluti hjá Chelsea þar sem hann skoraði 164 mörk í 381 leik og var þekktur fyrir að skora mikilvæg mörk í stærstu leikjunum.
Athugasemdir
banner