Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 11:54
Elvar Geir Magnússon
Eyjólfur Héðins: Hef ekki verið betri í mjög langan tíma
Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.
Eyjólfur Héðinsson í leik með Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Ég hef verið meira og minna meiddur í þrjú ár. Ég er aðeins að koma til baka núna. Mér líður ágætlega og hef ekki verið betri í mjög langan tíma," sagði Eyjólfur Héðinsson í viðtali við Hjört Hjartason í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í gær.

Eyjólfur er genginn í raðir Stjörnunnar frá Midjylland í Danmörku en hann hefur verið úti í atvinnmennsku í átta ár eða frá því hann gekk í raðir GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006.

„Ég er búinn að vera með verki í náranum og það tók mjög langan tíma að finna út hvað það var. Ég er búinn að fara í þrjár aðgerðir og sú síðasta var í febrúar, verkirnir eru horfnir svo hún virðist hafa heppnast."

Eyjólfur segir að sálarlífið sé upp og niður þegar gengið er í gegnum svona langvarandi meiðsli.

„Þeir hafa verið mjög hjálpsamir hérna í Midtjylland og ger allt fyrir mig sem ég hef ferið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið þá hef ég fengið að fara heim í nokkra daga og skipt um umhverfi. Ég er nokkuð sterkur andlega en þetta hefur tekið á og það hafa komið dagar þar sem ég hef spurt sjálfan mig af hverju ég sé í þessu," sagði Eyjólfur.

„Það var mjög hvetjandi fyrir mig hve vel gekk hjá Midtjylland eftir að ég kom til félagsins, þó ég hafi ekki átt neinn þátt í því. En maður sá strákana vera að stefna að einhverju og ná frábærum árangri, sjá tilfinningarnir sem brjótast út þegar vel gengur. Það er eitthvað sem ég vil upplifa. Ég notaði það til að mótivera mig í endurhæfingarferlinu."

Hvernig kom það til að hann ákvað að fara í Stjörnuna?

„Þeir hafa verið í sambandi í þónokkurn tíma og hafa fylgst með mér síðustu mánuði. Þeir sýndu mér í rauninni mestan áhuga og mér lýst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu kringum félagið," sagði Eyjólfur í Akraborginni en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner