Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fannar Freyr í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannar Freyr Gíslason er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við HK sem endaði um miðja 1. deild á nýliðnu tímabili.

Fannar er 24 ára gamall og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik hjá Tindastóli aðeins fimmtán ára gamall.

Fannar hefur leikið fyrir ÍA, HK, KA og Magna auk Tindastóls og er þetta í þriðja skiptið sem leikmaðurinn gengur til liðs við Kópavogsmenn.

„Skrifaði undir tveggja ára samning við #HK í gær, spennandi tímar framundan," skrifaði Fannar á Twitter og þakkaði svo Tindastól fyrir samstarfið.

„Vil þakka @Tindastoll fyrir síðustu 2 ár, búið að vera erfitt, en samt svo gaman í þessum frábæra hóp. #3deildarmeistarar2016.

Fannar er gríðarlega reyndur þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið 118 keppnisleiki, 58 þeirra í 1. deild, og skorað í þeim 24 mörk.

Á nýliðnu tímabili gerði Fannar sex mörk í sextán leikjum og var meðal bestu manna Tindastóls sem féll úr 2. deildinni eftir ótrúlega dramatíska lokaumferð.
Athugasemdir
banner
banner