Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 09:11
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Samir Nasri frá keppni fram í febrúar
Myndin sem Nasri birti á Instagram.
Myndin sem Nasri birti á Instagram.
Mynd: Instagram síða Samir Nasri
Samir Nasri miðjumaður Manchester City verður frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

Nasri sem er 28 ára gamall hefur ekkert spilað með liðinu síðan hann kom inná sem varamaður gegn Bournemouth 17. október síðastliðinn.

Hann birti mynd af sér á hækjum á Instagram þar sem hann sagði frá því að hann verði frá keppni fram í febrúar.

„Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkri. Ég mun snúa aftur betri en nokkurn tíma. Sjáumst eftir þrjá mánuði," skrifaði hann við myndina.

Nasri hefur spilað átta leiki fyrir City á tímabilinu og skoraði eitt mark í 2-0 sigrinum á Everton í ágúst. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner