Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: MEN 
„Sterling mun fá vægðarlausar móttökur á Etihad"
Sterling er meðal efnilegustu leikmanna Evrópu.
Sterling er meðal efnilegustu leikmanna Evrópu.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling má ekki búast við blíðum móttökum þegar hann mætir til leiks með Manchester City í leik gegn sínum fyrrum félögum í Liverpool.

Leikurinn verður spilaður á Etihad leikvanginum, heimavelli Man City, og munu um það bil 3000 stuðningsmenn Liverpool mæta á völlinn.

Jordan Chamberlain er harður stuðningsmaður Liverpool og hefur mikil tengsl við helstu stuðningsmannahópa og fréttasíður sem eru tengd félaginu.

„Móttakan verður vægðarlaus. Meira að segja stuðningsmenn Everton hafa verið að baula á kantmanninn á tímabilinu," sagði Chamberlain í viðtali við Manchester Evening News.

„Stuðningsmönnum líður eins og þeir hafi verið sviknir, þetta er versta tilfellið síðan Fernando Torres fór til Chelsea.

„Ólíkt Spánverjanum þá verður Sterling aldrei fyrirgefið og er það aðallega vegna andstyggilegrar hegðunar umboðsmanns hans, Aidy Ward.

„Mér líður eins og Sterling sé táningur sem hefur fengið slæma ráðgjöf og mun, á endanum, sjá eftir því hvernig félagsskiptin voru höndluð.

„Það getur ekki verið gaman að þurfa að eiga við stanslaus skilaboð á netinu þar sem fólk er að úthúða manni, en það hlýtur að fara að venjast.

„Við megum samt ekki gleyma því að Sterling fær 150 þúsund pund á viku og er í byrjunarliðinu hjá sigurstranglegasta liði ensku deildarinnar, hann mun spjara sig."

Athugasemdir
banner
banner