Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Wenger: Ekki byrjaðir í viðræðum við Alexis og Özil
Alexis Sanchez og Mesut Özil eru lykilmenn í öflugu liði Arsenal.
Alexis Sanchez og Mesut Özil eru lykilmenn í öflugu liði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki vera stressaður yfir samningum Mesut Özil og Alexis Sanchez, sem renna báðir út sumarið 2018.

Fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Alexis væri við það að fá nýjan fimm ára samning og gríðarlega launahækkun hjá Arsenal vegna áhuga frá Manchester United.

Svipaðar sögur voru sagðar af Özil fyrr í vikunni en Wenger virðist vera fullviss um að stórstjörnurnar verði áfram hjá félaginu.

„Við erum hvorki byrjaðir í samningsviðræðum við Mesut Özil né Alexis Sanchez," sagði Wenger á fréttamannafundi.

„Um áramótin eiga þeir báðir tvö og hálft ár eftir af samningum sínum. Við höfum tíma til að semja, þannig okkur liggur ekki á. Við viljum ólmir halda þeim hjá félaginu og munum hefja samningsviðræður á einhverjum tímapunkti."
Athugasemdir
banner
banner