Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia eina liðið sem heldur í við Barca
Mynd: Getty Images
Valencia lagði Espanyol að velli í spænska boltanum í dag og er eina lið deildarinnar sem virðist geta haldið í við topplið Börsunga.

Barcelona er með 34 stig af 36 mögulegum en Valencia er fjórum stigum neðar. Þar á eftir koma Real og Atletico Madrid með 24 stig.

Malaga lagði Deportivo La Coruna í fallbaráttunni og Levante hafði betur gegn botnliði Las Palmas.

Athletic Bilbao gerði þá jafntefli við Villarreal í síðasta leik dagsins.

Malaga 3 - 2 Deportivo La Coruna
1-0 R. Rosales ('15)
1-1 L. Perez ('23)
1-2 F. Schar ('52)
2-2 C. Castro ('63)
3-2 B. Baston ('84)

Espanyol 0 - 2 Valencia
0-1 G. Kondogbia ('67)
0-2 S. Mina ('83)

Las Palmas 0 - 2 Levante
0-1 C. Doukoure ('71)
0-2 Jason ('78)

Athletic Bilbao 1 - 1 Villarreal
0-1 M. Trigueros ('28)
1-1 A. Aduriz ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner