Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. janúar 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Eldar Masic ekki áfram hjá Víkingi Ólafsvík
Eldar Masic.
Eldar Masic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bosníski miðjumaðurinn Eldar Masic mun ekki leika áfram með Víkingi Ólafsvík næsta sumar.

Eldar hefur verið fastamaður í liði Víkings frá árinu 2010 en hann hjálpaði liðinu meðal annars að komast úr 2.deild upp í Pepsi-deildina.

Samtals hefur Eldar skorað ellefu mörk í 117 deildar og bikarleikjum með Ólafsvíkingum.

Þá er ljóst að spænsku leikmennirnir Alejandro Abarca Lopez og Alejandro Vivancos Guinart koma ekki aftur til Ólafsvíkinga auk þess sem Antonio Espinosa Mossi samdi við félag í Jórdaníu á dögunum.

Ólafsvíkingar sömdu í gær við Ingólf Sigurðsson og þá er spænski markvörðurinn David Aroca á reynslu þessa dagana en hann mun spila með Víkingi gegn Njarðvík í Fótbolta.net mótinu á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner