Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. mars 2017 19:30
Stefnir Stefánsson
Mourinho vill fá Ferguson í klefann
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur sagt frá því að hann hafi átt spjall við Sir Alex Ferguson um að hann megi endilega láta sjá sig oftar í klefa liðsins.

Fergusson hefur haldið sinni fjarlægð frá aðalliðinu og klefanum síðan að hann hætti með liðið og David Moyes tók við sumarið 2013.

En það virðist ætla að breytast eftir komu Jose Mourinho. Portúgalinn virðist vera spenntur að fá Sir Alex í klefann. Hann hefur meðal annars beðið hann að koma og taka í hönd leikmanna, heilsa uppá liðið og ferðast með þeim í útileiki liðsins.

Í samtali við Portúgölsku sjónvarpsstöðina SIC, sagði Mourinho „Eftir leiki þegar hann, Sir Bobby Charlton og stjórnarformaðurinn koma niður þá er hann alltaf sá eini sem kíkir ekki við í klefann. Ég sagði við hann að þetta væri út í hött, honum á að líða eins og heima hjá sér þegar hann kíkir í klefann." sagði Mourinho sem ræddi meðal annars um vináttu þeirra tveggja.

„Við höfum haldið góðu sambandi, við sendum hvorum öðrum smáskilaboð, óskum hvorum öðrum til hamingju með afmælið og sendum á milli jólakort. Hann vildi fara og ekki koma aftur, kannski leið honum best þannig. En ég sagði við hann að það væri út í galið að liðið ferðaðist með einkaþotu til London á meðan að hann þyrfti að ferðast með bíl." sagði Mourinho sem ber greinilega gríðarlega virðingu fyrir Sir Alex Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner