Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. mars 2018 19:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
Kante segist vera „heima" - Vongóður um Meistaradeildarsæti
Kante er virkilega ánægður í herbúðum Chelsea.
Kante er virkilega ánægður í herbúðum Chelsea.
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante miðjumaður Chelsea er vongóður um að liðið muni ná að tryggja sig í Meistaradeildina á næsta tímabili. Staðan er ekki sérstaklega góð fyrir Chelsea núna (liðið er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti) en Kante heldur í vonina.

Kante gekk til liðs við Chelsea sumarið 2016 eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina mjög óvænt með Leicester. Hann gerði sér svo lítið fyrir og vann deildina annað árið í röð í fyrra, þá með Chelsea.

Kante hefur verið að standa sig vel á miðjunni hjá Chelsea á þessari leiktíð þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið í sama formi og í fyrra.

„Ég er heima. Þetta er mitt félag," segir Kante sem er greinilega ekki á förum en hann hefur verið mikið orðaður við franska stórliðið Paris Saint-Germain upp á síðkastið.

„Þetta er mitt annað ár hjá Chelsea, við áttum gott tímabil í fyrra þegar við unnum ensku úrvalsdeildina og komumst í úrslit í bikarnum. Á þessu tímabili höfum við spilað í Meistaradeildinni, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Við ætlum að enda í topp fjórum og spila aftur í Meistaradeildinni á næsta tímabili."

Chelsea mætir Southampton í undanúrslitum FA-bikarsins en Kante segir að liðið verði að reyna að vinna þann bikar.

„Við erum líka enn í FA-bikarnum, það er góð keppni. Þetta er eini bikarinn sem við getum unnið á þessu tímabili svo við verðum að reyna allt til að vinna hann."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner