Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. apríl 2015 13:56
Elvar Geir Magnússon
Einar Örn: Myndi ekki henda Wenger fyrir Klopp
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: EPA
„Þjálfarar koma og þjálfarar fara er einhver gömul mýta," segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV og stuðningsmaður Arsenal.

Einar var gestur við enska hringborðið á X-inu á laugardag og fékk þar að setjast í stjórnarformannsstól Arsenal. Myndi hann fórna Arsene Wenger til að ráða Jurgen Klopp í sumar?

„Ég er íhaldssamur í mér og hef aldrei nennt að fara á þennan "Wenger out" vagn. Ef við hefðum hent Wenger í haust hefðum við getað endað uppi með Pardew eða eitthvað þannig grín."

„Ég myndi ekki henda Wenger eins og staðan er núna til að taka Klopp. Ég myndi halda áfram með Wenger. Kallinn á það skilið. Liðinu gengur vel núna og ef hann bætir rétt við liðið í sumar gæti eitthvað gerst," segir Einar.

Rætt var um enska boltann í rúmlega 40 mínútur en með því að smella hér má hlusta á hringborðsumræðuna í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner