Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. apríl 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jardim: Við erum alltaf að leita að aukamarkinu
Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó.
Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó.
Mynd: Getty Images
Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó, segist ekki ætla að breyta leikaðferðum sínum. Mónakó vann Dortmund í gær og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Mónakó hefur vakið mikla athygli á þessu tímabili. Ekkert stórlið er að skora fleiri mörk og Jardim sér enga ástæðu til að breyta til.

„Þetta hefði getað farið 5-3 eða 6-3 vegna þess að bæði lið misnotuðu nokkur færi," sagði Jardim eftir 3-1 sigur á Dortmund á heimavelli í gær. Mónakó vann einvígið samanlagt 6-3.

„Við spiluðum mjög góðan leik í gærkvöldi, við vorum við stjórn og sýndum metnað. Við vorum alltaf að leita að aukamarkinu, þannig spilum við," sagði Jardim enn fremur.

„Hin liðin vilja dragast gegn okkur (á morgun), en metnaður okkar er að njóta okkar við að spila fótbolta og spila með gæði í sóknarleiknum eins og við gerum alltaf."
Athugasemdir
banner
banner
banner