Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. júní 2018 10:56
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Ljóst hverjir verða andstæðingar íslensku liðanna
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Búið er að draga í fyrstu umferðir undankeppni Evrópudeildarinnar og eru þrjú íslensk félög sem mæta til leiks.

Stjarnan á leik við Nömme Kalju frá Eistlandi, FH mætir FC Lahti frá Finnlandi og ÍBV spilar við norska félagið Sarpsborg 08.

Eyjamenn fá erfiðasta leikinn á blaði, enda komust þeir í undankeppnina með því að vinna bikarinn. Sarpsborg er sterkt félag sem menn á borð við Guðmund Þórarinsson og Þórarinn Inga Valdimarsson hafa verið á mála hjá.

Stjarnan endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og FH í þriðja og eiga bæði lið mjög góða möguleika á að komast áfram.

Fyrri umferðin verður spiluð 12. júlí og sú síðari 19. júlí.







Athugasemdir
banner
banner