Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 20. júlí 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Mér er alveg sama um hvað Chelsea gerir
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata er að ganga í raðir Chelsea, það liggur ljóst fyrir! Manchester United reyndi að fá Spánverjann fyrr í sumar, en það gekk ekki hjá rauðu djöflunum að ná samkomulagi við Real Madrid.

Chelsea hefur þó náð samkomulagi. Kaupverðið er víst 65 milljónir punda, en það gæti síðar hækkað í tæpar 80 milljónir punda.

United ákvað á endanum að gleyma Morata og fá þess í stað Romelu Lukaku frá Everton fyrir 75 milljónir punda.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ánægður með Lukaku og er ekki að hugsa um það sem Chelsea gerir.

„Ég hef ekki áhuga á því sem Chelsea FC gerir," sagði Mourinho aðspurður út í Morata á blaðamannafundi.

„Alvaro er góður leikmaður fyrir þá, en við erum með okkar mann. Lukaku er með mikil gæði," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner