Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
banner
   fim 20. júlí 2017 22:24
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Viðar Örn: Þetta er besta fótboltaveðrið
Viðar Örn átti flott einvígi gegn KR
Viðar Örn átti flott einvígi gegn KR
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Maccabi Tel Aviv í kvöld er liðið mætti KR í forkeppni Evrópudeildarinnar og lagði hann upp fyrra mark leiksins. Vinir og ættingjar Viðars fjölmennuðu á leikinn og studdu sinn mann í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Það var rosalega gaman. Maður heyrði vel í þeim. Þetta var sérstök stund fyrir mig að sjá þetta og strákunum í liðinu fannst þetta æðislegt. Þetta var rosalega gaman og ég er mjög þakklátur," sagði Viðar.

Viðar var ánægður með að koma í íslenskt fótboltaveður.

„Þetta er fínt fyrir mig. Úti erum við að æfa í 35 gráðum og spilum í 30 . Ég hef alltaf fundist þetta vera besta fótboltaveðrið. Það var enginn vindur og ég held að strákunum hafi fundist þetta fínt."

Viðar átti gott einvígi gegn KR og skoraði í fyrri leiknum og lagði upp í kvöld.

„Auðvitað getur maður gert betur en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur. Þetta er leikur númer fjögur og maður er kannski ekki alveg kominn í eins gott stand og maður vill. Þetta var fínt í þessu einvígi en við getum gert betur. Við þurfum að spila betur til að komast úr næstu umferð."

Viðar hrósaði KR-ingum fyrir sinn leik.

„Mér fannst þeir mjög flottir. Þeir eru líkamlega sterkir og það er mikill kraftur í þeim. Þeir vörðust mjög vel og það var erfitt að skapa opna sénsa. Þeir eru með fullt af góðum einstaklingum. Við vissum að þetta yrði erfitt og þeir eiga hrós skilið."

Maccabi Tel Aviv er eitt stærsta félag Ísrael og er markmiðið alltaf að komast í riðlakeppnina.

„Það var stórslys að komast ekki upp úr riðlinum í fyrra en við gerðum mörg mistök þar. Við fengum smjörþefinn af þessari keppni og við yrðum mjög ósáttir með að komast ekki í riðlakeppnina. Það er must fyrir þennan klúbb," sagði Viðar í Vesturbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner