Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. október 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Suarez: Hélt ég hefði eyðilagt ferilinn
Suarez í æfingaleik með Barcelona.
Suarez í æfingaleik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez, framherji Barcelona, segir hafa haldið að hann væri búinn að eyðileggja knattspyrnuferilinn eftir að hann beit Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á HM 2014.

Suarez, sem þá var leikmaður Liverpool, var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir athæfi sitt, en hann hafði tvívegis áður bitið leikmann andstæðinganna.

,,Mér fannst ég hafa eyðilagt ferilinn. Fyrst vildi ég ekki að neinn vissi neitt. Ég lokaði mig af með fjölskyldu minni, en svo fór ég að hugsa um hvað ég hafði gerst, baðst afsökunar og fannst ég vera frelsaður," sagði Suarez við TV3.

,,Á þessum tíma höfðu viðræður við Barcelona byrjað, og þegar Pere (Guardiola, umboðsmaður hans) hringdi í mig og sagði mér að þetta væri klappað og klárt, byrjaði ég að gráta af gleði vegna stuðningsins sem félagið sýndi mér í þessum aðstæðum."

,,Ég var ánægður með það traust sem Barelona hafði sýnt mér. Ég var samt enn hræddur um að afleiðingar þessa atviks myndu tefja málin. Ég vissi að það gæti gerst."

Athugasemdir
banner