Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Gróttasport 
Halldór Árna nýr aðstoðarþjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason er nýr aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu, en Óskar tók við eftir að liðið féll í 2. deild.

Bjarni Már Ólafsson og Bjarki Már Ólafsson munu einnig sjá um mikilvæg hlutverk í þjálfarateymi félagsins.

Halldór stýrði KV ásamt Páli Kristjánssyni frá 2012 til 2014 og komst liðið upp í 1. deild undir þeirra stjórn.

Halldór hefur góða reynslu að baki en hann var yfirþjálfari í yngriflokkastarfi KR áður en hann fór yfir til Stjörnunnar árið 2015.

Halldór er aðeins 33 ára gamall og gerði 20 mörk í 81 leik fyrir Gróttu og KV á ferlinum, en hann lagði skóna á hilluna 2011.

„Það leggst virkilega vel í mig að hefja störf hjá Gróttu. Ég hef sterkar og góðar tilfinningar til félagsins þar sem ég spilaði hér og hef fylgst með því góða starfi sem hefur verið unnið á Nesinu síðustu ár. Ég er hrifinn af þeirri hugmyndafræði sem yngri flokkarnir standa fyrir og hlakka til að byrja að vinna," sagði Halldór við Gróttusport.
Athugasemdir
banner
banner