Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. nóvember 2017 17:07
Elvar Geir Magnússon
Herrera bundinn United til 2019
Herrera að hita upp.
Herrera að hita upp.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur nýtt sér ákvæði til að framlengja samning miðjumannsins Ander Herrera.

Samningur spænska leikmannsins átti að renna út eftir tímabilið en hann er nú bundinn til 2019.

Herrera átti frábært síðasta tímabil og var valinn leikmaður ársins í félaginu.

Koma Nemanja Matic hefur gert það að verkum að Herrera hefur fallið niður goggunarröðina. Hann byrjaði þó fjóra leiki í röð áður en kom að leiknum gegn Newcastle um helgina, endurkoma Paul Pogba gerði það að verkum að Herrera fór á bekkinn.

Manchester United er í viðræðum við Juan Mata og Ashley Young um framlengingar á þeirra samningum en talið er líklegt að Marouane Fellaini fari.

Manchester United er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er átta stigum frá toppliði Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner