Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Enginn í úrvalsdeildinni leikið fleiri leiki en Zlatan
Einstakur.
Einstakur.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með Manchester United á tímabilinu. Svíinn gefur lítið eftir þó hann sé orðinn 35 ára.

Það er hreinlega magnað að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur leikið fleiri leiki en Zlatan á þessu tímabili. Alls hefur hann leikið 36 leiki.

Nathan Redmond hefur spilað jafnmarga leiki og Zlatan en þegar mínútufjöldinn er reiknaður hefur Zlatan betur með 3.030 mínútur gegn 2.616.

„Þetta er magnað hjá 35 ára karlmanni. Hann er enn með hungur og þrá til að vera bestur í heimi. Hann er með hroka í kringum sig. Líkindin milli hans og Eric Cantona eru ógnvænleg. Báðir eru fæddir sigurvegarar," segir Steve Bruce, fyrrum leikmaður Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner