Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. mars 2017 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Treyja Emils rifin af tíu ára barni
Emil í baráttunni við Juan Cuadrado, leikmann Juventus.
Emil í baráttunni við Juan Cuadrado, leikmann Juventus.
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn í 4-1 sigri Udinese gegn Palermo á sunnudaginn.

Emil kastaði treyju sinni upp í stúku að leikslokum og hafði tíu ára drengur verr í baráttunni um treyjuna.

Drengurinn var ekki mikið að kvarta en skrifaði um atvikið í ítölskutíma í skólanum sínum. Kennarinn fór yfir verkefnið og ákvað að birta mynd af broti úr verkefninu á samfélagsmiðlum.

„Udinese vann leikinn 4-1," stendur á myndinni.

„Eftir leikinn köstuðu leikmennirnir treyjum sínum upp í stúku og ein þeirra fór til mín, en fullorðin manneskja reif hana af mér og svo fórum við heim."

Udinese var ekki lengi að bregðast við myndinni og mun strákurinn heimsækja herbúðir Udinese eftir landsleikjahléið. Þar fær hann að hitta Emil og fá nýja treyju frá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner