Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. mars 2018 06:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Luis Enrique líklegur að taka við PSG
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique er sagður vera líklegur að taka við frönsku risunum Paris Saint-Germain eftir tímabilið.

Þrátt fyrir að PSG sé líklega að fara vinna frönsku deildina, virðist það ekki vera nóg fyrir Nasser Al-Khelaifi eiganda félagsins.

Það var alveg ljóst í byrjun tímabils að PSG ætlaði sér stóra hluti í Meistaradeildinni. Félagið keypti langdýrasta leikmann heims, Neymar frá Barcelona á 200 milljónir punda. Einnig fékk Parísarliðið Kylian Mbappe frá Mónakó.

Liðið komst ekki í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem Real Madrid hafði betur í tveimur viðureignum.

Unai Emery þjálfari PSG er sagður vera mjög valtur í stóli og verður líklega ekki við stjórnvölin á næsta tímabili. Eigendur PSG líta á Luis Enrique sem fyrsta kost, ástæðan er líklega sú að hann hefur áður unnið Meistaradeildina, með Barcelona árið 2015.
Athugasemdir
banner