Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2015 22:00
Elvar Geir Magnússon
Andrés Iniesta: Ég kominn aftur? Ég fór aldrei neitt
Vinnur Barcelona Meistaradeildina?
Vinnur Barcelona Meistaradeildina?
Mynd: Getty Images
Andrés Iniesta setti upp fyrra mark Barcelona í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur gegn PSG og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar með samtals 5-1 sigri í einvíginu.

Undirbúningurinn var magnaður en í umræðunni hefur verið hversu mikið Spánverjinn hefur dalað, hann hefur til dæmis hvorki skorað né lagt upp í spænsku deildinni á þessu tímabili.

„Er ég kominn aftur? Ég fór aldrei neitt. Það var gaman að komast í undanúrslitin og þetta var frábært kvöld fyrir okkur alla," sagði Iniesta.

„Þetta var alls ekki auðvelt þrátt fyrir góða stöðu eftir fyrri leikinn. Við erum að toppa á réttum tíma á tímabilinu en við vitum að lítið má út af bregða."

David Luiz, varnarmaður PSG, átti mjög erfitt uppdráttar í einvíginu.

„Þeir voru einfaldlega betri en við í báðum leikjum," sagði Luiz. „Þeir stjórnuðu báðum leikjunum algjörlega og eiga skilið að fara áfram."

Markið sem Iniesta lagði upp:

Athugasemdir
banner
banner
banner