Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 21. apríl 2018 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Geta spilað á þurrum velli í Championship á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Jurgen Klop var ekki sáttur með 2-2 jafntefli Liverpool gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klopp var óánægður með standið á heimavelli West Brom, The Hawthorns.

„Við stjórnuðum leiknum vel, einu færin sem þeir fengu voru eftir föst leikatriði, annars vörðumst við vel," sagði Klopp.

„Þeir reyndu allan leikinn að pressa á markvörð okkar í föstum leikatriðum. Ég veit að allir elska það í þessu landi en það gerir lífið erfitt fyrir markvörðinn."

„Þetta var erfiður leikur þar sem völlurinn var svo þurr. West Brom ákvað að vökva völlinn ekki í hálfleik og það gerði okkur erfitt fyrir. Lið eins og West Brom þarf ekki blautan völl. Þeir geta spilað á þurrum velli í Championship-deildinni," sagði Klopp sem virðist vera búinn að bóka það að West Brom sé á leiðinni niður.

Ahmed Hegazi, varnarmaður West Brom, kýldi sóknarmanninn Danny Ings snemma í seinni hálfleiknum og vakti það hörð viðbrögð. Um það sagði Klopp:

„Ég er búinn að sjá þetta og ég þarf ekki að segja neitt um þetta. Ég veit ekki af hverju hann gerði þetta."

Þá skoraði Ings sitt fyrsta mark frá því í oktbóer 2015. Klopp var auðvitað ánægður fyrir hönd Ings.

„Ég er mjög ánægður, en hann hefði átt að bæta við öðru marki," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner