Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. maí 2015 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Gent belgískur meistari í fyrsta sinn
Mynd: Getty Images
KAA Gent tryggði sér í kvöld belgíska meistaratitilinn með 2-0 sigri á Standard Liege. Er þetta jafnframt fyrsti meistaratitillinn í 151 ára sögu félagsins.

Með sigrinum er liðið fimm stigum á undan Anderlecht fyrir lokaumferðina.

Félagið hefur þar rofið 17 ára einokun Anderlecht Standard Liege, Club Brugge og Racing Genk á titlinum.

Gent tryggði sér um leið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og spilar liðið þar einnig í fyrsta sinn.

Félagið hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og færði sig á nýjan 20.000 manna leikvang fyrir þreur árum - þann fyrsta í belgískri knattspyrnu í 40 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner