Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Ellefu af eftirsóttustu leikmönnum Evrópu
Andrea Belotti.
Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa.
Douglas Costa.
Mynd: Getty Images
Lacazette brosir.
Lacazette brosir.
Mynd: Getty Images
Semedo hjá Benfica.
Semedo hjá Benfica.
Mynd: Getty Images
Verratti til Barcelona?
Verratti til Barcelona?
Mynd: Getty Images
Leikmannamarkaður sumarsins er mjög áhugaverður. Guardian tók sama ellefu eftirsóttustu leikmenn gluggans í Evrópu.

Andrea Belotti, Torino
Eftir að ljóst var að Manchester United myndi ekki fá Antoine Griezmann snéri félagið sér að Alvaro Morata. En United hefur einnig haft augastað á Belotti, ungum ítölskum sóknarmanni sem spáð er bjarti framtíð. Sterkur og beinskeyttur. Belotti hefur skorað 40 mörk í 73 leikjum síðan hann kom til Torino fyrir tveimur árum. Tilboði frá AC Milan í leikmanninn hefur verið hafnað,

Douglas Costa, Bayern München
Brasilíski vængmaðurinn spilaði bara 14 byrjunarliðsleiki í Bundesligunni undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í deilum við nýja stjórn félagsins vegna samningamála. Það þykir ljóst að hann færi sig um set í sumar. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar og Juventus er talinn líklegur áfangastaður.

Virgil van Dijk, Southampton
Miðvörðurinn er enn eftirsóttur þrátt fyrir að Liverpool hafi dregið sinn áhuga til baka eftir að Southampton kvartaði yfir því að félagið hefði haft samband við leikmanninn á ólöglegan hátt. Chelsea og Manchester City hafa áhuga á þessum 25 ára Hollendingi sem hefur verið frábær síðan hann kom frá Celtic fyrir tveimur árum. Verðmiðinn er í hærra lagi.

Kylian Mbappe, Mónakó
Skaust upp á stjörnuhimininn á síðustu leiktíð og er þessi 18 ára strákur mest spennandi unglingur Evrópu. Honum hefur verið líkt við Thierry Henry vegna hraða, tækni og færanýtingu. Hans 24 mörk í öllum keppnum á tímabili þar sem Mónakó vann Frakklandsmeistaratitilinn og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar færðu honum landsliðssæti. Ef hann verður seldur þá verður metfé niðurstaðan. Virðist ákveðið að einn daginn muni hann spila fyrir Real Madrid.

Alexandre Lacazette, Lyon
Virtist vera á leið til Atletico Madrid en þegar félagið fór í bann frá leikmannakaupum opnuðust dyr fyrir Arsenal. Hann gæti verið sóknarmaðurinn sem Arsenal hefur vantað síðan Robin van Persie var seldur fyrir fimm árum. Þessi 26 ára leikmaður skoraði 36 mörk fyrir Lyon á síðasta tímabili.

Alexis Sanchez, Arsenal
Erfitt fyrir Arsenal að halda Sílemanninum eftir að liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina. Þessi 28 ára leikmaður er að fara í lokaár samnings síns en hann gat á köflum ekki leynt pirringi sínum á síðasta tímabili. Chelsea og Manchester City hafa áhuga en Arsenal vill helst ekki selja til keppinauta og því eru Bayern og PSG fremst í röðinni.

Pierre-Emerick Aubameyang, Borussia Dortmund
Á tímabili virtist Gabonmaðurinn á leið til PSG en áhugi franska stórliðsins hefur eitthvað dvínað. Þessi eldsnöggi leikmaður hefur skorað 113 mörk á fjórum tímabilum með Dortmund. Hann hefur verið orðaður við Manchester City en segir að draumur sinn sé að spila fyrir Barcelona eða Real Madrid.

Nelson Semedo, Benfica
Barcelona vantar hægri bakvörð og er Semedo sagður á óskalista félagsins þó Hector Bellerín er ofar á blaðinu. Semedo er þegar orðinn portúgalskur landsliðsmaður og hefur verið orðaður við Manchester United. 23 ára.

James Rodriguez, Real Madrid
Ein skærasta stjarnan á HM í Brasilíu, lék vel á fyrsta tímabili með Real Madrid en hefur ekki verið í stóru hlutverki undir Zinedine Zidane. Hugarfar hans og frammistaða á æfingum hefur fengið gagnrýni. Hann var ekki einu sinni á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real mun vilja háa upphæð fyrir Kólumbíumanninn sem hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United.

Marco Verratti, PSG
Áhugi Barcelona er vel skiljanlegur. Verratti er ekki miðjumaður sem skorar mörg mörk eða vinnur verðlaun en hann er með magnaðan leikskilning. Leikmaður sem getur tekið yfir leiki með ákefð, tækni og sendingagetu. Hefur verið líkt við Xavi og þessi 24 ára leikmaður ætti að passa vel inn hjá Börsungum.

Gianluigi Donnarumma, Milan
Hefur leikið virkilega vel fyrir Milan á þeim tveimur árum sem liðið hafa síðan hann varð yngsti markvörður til að byrja leik í ítölsku A-deildinni. Lék sinn fyrsta landsleik 17 ára og búist er við því að hann verði aðalmarkvörður landsliðsins þegar Gianluigi Buffon stígur til hliðar. Framtíð Donnarumma er í óvissu eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning við Milan. Orðaður við United og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner