Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Michael Appleton nýr aðstoðarþjálfari Leicester
Michael Appleton er nýr aðstoðarþjálfari hjá Leicester
Michael Appleton er nýr aðstoðarþjálfari hjá Leicester
Mynd: Getty Images
Oxford United hefur staðfest að Michael Appleton, þjálfari Oxford, sé að yfirgefa félagið til að verða aðstoðarmaður hjá Leicester City.

Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester, starfaði með Appleton hjá West Bromwich Albion og eftir að hafa fengið nýjan þriggja ára samning hjá Leicester freistaði hann Appleton að koma og ganga í þjálfaralið sitt.

Appleton var ráðinn knattspyrnustjóri Oxford í júlí 2014 og náði að koma liðinu upp í ensku 2.deildina á annarri leiktíð sinni hjá félaginu þegar þeir enduðu í öðru sæti í ensku 3.deildinni á eftir Northampton Town.

Hinn 41 árs gamli Appleton, hefur einnig þjálfað Portsmouth, Blackpool og Blackburn.

„Möguleikinn á að flytja mig yfir til úrvalsdeildarfélags var eitthvað sem ég fann að ég gat ekki hafnað," sagði hann.

„Ég óska öllum hjá Oxford góðs gengis í framtíðinni og ég er viss um að það sé grundvöllur fyrir félagið til að ná árangri á næstu árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner