Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 15:45
Elvar Geir Magnússon
Salah í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun
Salah verður orðinn leikmaður Liverpool fyrir vikulok virðist vera.
Salah verður orðinn leikmaður Liverpool fyrir vikulok virðist vera.
Mynd: Getty Images
Egypski vængmaðurinn Mohamed Salah mun fara í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun en Liverpool Echo greinir frá þessu.

Liverpool er að kaupa þennan 25 ára leikmann á 40 milljónir punda frá Roma.

Það á enn eftir að ganga frá einverjum atriðum milli þessara tveggja félaga.

Talið er að Salah verði formlega orðinn leikmaður Liverpool fyrir vikulok.

Salah var nálægt því að fara til Liverpool 2014 en gekk í raðir Chelsea frá Basel á 11 milljónir punda. Eftir aðeins sex byrjunarliðsleiki í ensku úrvalsdeildinni lék hann vel fyrir Fiorentina og Roma á lánssamningum áður en hann gekk í raðir Roma fyrir 15 milljónir punda síðasta sumar.

Salah var lykilmaður hjá Roma þegar liðið tryggði sér 2. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili. Hann skoraði 15 mörk í 31 deildarleik.
Athugasemdir
banner
banner