Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. júní 2017 10:32
Elvar Geir Magnússon
Will Hughes nálgast Watford
Will Hughes loks að mæta í ensku úrvalsdeildina?
Will Hughes loks að mæta í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Watford er nálægt því að ná samkomulagi um kaup á enska U21-landsliðsmanninum Will Hughes frá Derby County.

Marco Silva, nýr knattspyrnustjóri Watford, býður Hughes möguleikann a því að spila í ensku úrvalsdeildinni og gengið verður frá samkomulagi á næstu dögum samkvæmt frétt Telegraph.

Hughes er í miklum metum en hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Derby.

Liverpool og Arsenal er meðal félaga sem hefur fylgst reglulega með Hughes á þeim sex árum sem hann hefur spilað á Pride Park.

Hughes er 22 ára og er í Póllandi núna með enska U21-landsliðinu sem er að keppa á Evrópumóti þess aldursflokks.
Athugasemdir
banner
banner
banner