Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. október 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar gæti farið fram utan Evrópu
Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin
Mynd: Getty Images
Nýr forseti UEFA, Aleksander Ceferin er opinn fyrir því að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, utan Evrópu.

Svipaðar hugmyndir hafa komið upp og hafa NFL leikir m.a farið fram á Englandi ásamt því að einhverjar hugmyndir voru á lofti að 39. umferð ensku úrvalsdelidarinnar yrðu spilaðir utan Englands.

Síðarnefnda dæmið er ekki lengur í umræðunni en Ceferin segir að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar gæti farið fram í borg eins og New York.

„Þetta er hugmynd en það á eftir að ræða hana. Þetta er Evrópukeppni svo við munum hugsa málið," sagði Ceferin.
Athugasemdir
banner
banner
banner