Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 21. október 2017 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Þurfti að skoða þetta fjórum sinnum til að sjá snertinguna
Mynd: Getty Images
„Þeir eru magnaðir í augnablikinu og eru fullir sjálfstrausts. Við vissum að þetta yrði mjög erfitt," sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, eftir 3-0 tap gegn Manchester City í dag.

„Við hefðum þurft að gera allt rétt til að fá eitthvað úr þessum leik. Það tókst ekki alveg," sagði Dyche.

„Þetta er ekki staður sem þú getur komið á og spilað eins og við gerðum í dag. Við reyndum að pressa markvörðinn þeirra, en þeir eru núna með markvörð sem getur sparkað boltanum upp hinn endann á vellinum. City liðið er betra en það hefur áður verið, þeir eru búnir að finna réttu formúluna. Við erum enn að læra"

City fékk umdeilda vítaspyrnu í leiknum.

„Það var snerting. En vandamálið er það, að ef ég og sonur minn værum að spila fótbolta í garðinum og ég myndi fara svona í hann þá myndi hann ekki fara svona niður. Það er ótrúlegt hvernig sumir
leikmenn fara niður. Hvernig sá dómarinn þetta? Ég var að horfa á þetta fjórum sinnum til að sjá snertinguna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner