Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. október 2017 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea sýndi karakter og vann Watford
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 2 Watford
1-0 Pedro ('12 )
1-1 Abdoulaye Doucoure ('45 )
1-2 Roberto Pereyra ('49 )
2-2 Michy Batshuayi ('71 )
3-2 Cesar Azpilicueta ('87 )
4-2 Michy Batshuayi ('90 )

Dagurinn hófst með látum í enska boltanum. Watford sótti Chelsea heim á Stamford Bridge í fjörugum hádegisleik.

Pedro kom Chelsea yfir með glæsilegu marki strax á 12. mínútu og það leit lengi vel út fyrir að staðan yrði 1-0 þegar flautað yrði til hálfleiks. Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Watford, sá hins vegar til þess að það gerðist ekki, hann náði að jafna, 1-1.

Leikmenn Watford mættu grimmir í seinni hálfleikinn og þeir náðu að komast yfir á 49. mínútu með marki Roberto Pereyra. Brasilíumaðurinn Richarlison óð í færum í byrjun seinni hálfleiks og staðan hefði getað orðið 4-1 fyrir Watford ef hann hefði nýtt færin sín.

Watford virtist lengi vel ætla að bæta við mörkum, en þá gerði Antonio Conte breytingu. Hann tók Morata út af og setti Batshuayi inn á, það breytti öllu. Belginn kom með krafti inn í leik Chelsea og hann náði að jafna metin þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. Varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta gerði síðan sigurmarkið og kom Chelsea í 3-2 áður en Batshuayi gerði annað mark sitt, 4-2

Lokatölurnar 4-2 fyrir Chelsea, sem hefur núna 16 stig í fjórða sæti. Watford hefur einu stigi minna í fimmta sæti.



Athugasemdir
banner
banner