Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. janúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Dofri fær betri fréttir - Gæti náð byrjun móts
Dofri í baráttunni.
Dofri í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dofri Snorrason, leikmaður Víkings R, gæti náð byrjun Pepsi-deildarinnar í sumar ef vel gengur í endurhæfingu eftir meiðsli sem hann varð fyrir gegn KR í Reykjavíkurmótinu á föstudaginn.

Dofri sleit hásin og óttast var að hann yrði frá keppni í marga mánuði. Sérfræðingar hafa nú gefið Dofra betri fréttir.

„Hann fékk að heyra frá sérfræðingi að hann yrði frá í 10-12 vikur," sagði Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Fyrsti leikur Víkings í Pepsi-deildinni er gegn Fylki laugardaginn 28. apríl.

„Ég var bara að taka af stað á leiðinni í pressu á mann sem hefði mögulega getað fengið boltann. Svo er eins og það sé sparkað aftan í mig, en það er enginn þar. Mér dauðbregður og þá veit ég eiginlega strax hvað hefur gerst," sagði Dofri sjálfur við Fótbolta.net um meiðslin.

Sjá einnig:
Dofri Snorra sleit hásin - „Mér dauðbregður"
Athugasemdir
banner
banner
banner