Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. janúar 2018 14:08
Elvar Geir Magnússon
Sanchez spjallaði við Sir Alex á Old Trafford
Alexis Sanchez er á leið til United.
Alexis Sanchez er á leið til United.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez hefur haft í nægu að snúast í dag en hann er að gera allt klárt fyrir félagaskipti sín frá Arsenal til Manchester United.

Hann heimsótti æfingasvæði United í dag og fór svo á Old Trafford þar sem hann rakst á sjálfan Sir Alex Ferguson og áttu þeir spjall.

Þar á eftir hélt hann til Liverpool til að fylla út pappíra hjá útlendingastofnun. Henrikh Mkhitaryan mætti á sömu skrifstofu nokkrum mínútum á eftir Sanchez.

Vonast er eftir að leikmannakaupin verði staðfest síðar í dag.

Engin hætta er á að Sanchez fái ekki atvinnuleyfi þar sem hann er fastamaður í landsliði Síle. Samkvæmt reglum þarf hann að hafa spilað að minnsta kosti 30% landsleikja síðustu tvö árin.

Sanchez var að verða samningslaus hjá Arsenal en félagið fær Mkhitaryan til sín í samningnum við United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner