Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 18:43
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó
Icelandair
Jói Berg á landsliðsæfingu í gær.
Jói Berg á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson markvörður.
Hannes Þór Halldórsson markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19 að staðartíma annað kvöld, 2 eftir miðnætti á íslenskum tíma, flautar bandaríski dómarinn Armando Villarreal til vináttuleiks Mexíkó og Íslands á Levi's leikvanginum.

Í Bandaríkjaferðinni fá leikmenn að sýna sig og sanna fyrir Heimi Hallgrímssyni áður en 23 manna HM hópurinn verður valinn. 29 leikmenn eru í hópnum í Bandaríkjunum en það fækkar um þrjá eftir leikinn gegn Mexíkó.

Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fara til móts við U21-landsliðið og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer aftur til móts við félagslið sitt, Cardiff, en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Komið hefur fram að Aron Einar muni þó líklega spila einhvern hluta af leiknum gegn Mexíkó, og hefur verið talað um 45-60 mínútur. Fyrirliðinn er því í líklegu byrjunarliði sem Fótbolti.net setti saman.



Aðalmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson byrjar væntanlega og þá giskum við á sömu varnarlínu og byrjaði alla leiki Íslands á EM. Hörður Björgvin Magnússon á við meiðsli að stríða í hné og er ekki í hópnum á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson er stærsta stjarna Íslands í Bandaríkjaferðinni og líklegt að hann og Birkir Bjarnason byrji á köntunum. Gylfi Þór Sigurðsson er í meðhöndlun í Liverpool vegna meiðsla og spáum við því að Emil Hallfreðsson byrji við hlið Arons á miðjunni.

Þegar kemur að sóknarlínunni er Alfreð Finnbogason á meiðslalistanum og er ekki með í Bandaríkjunum. Þá eru Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson að glíma við meiðsli og verða ekki með en vonast til að geta leikið gegn Perú í næstu viku.

Fótbolti.net setur því Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson í framlínuna í líklegu byrjunarliði.

Þess má geta að RÚV sýnir leikinn í beinni og þá verður hann að sjálfsögðu í textalýsingu hér á Fótbolta.net, beint frá Kaliforníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner