Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. mars 2018 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Pickford fær tækifæri gegn Hollandi - Wilshere meiddur
Mynd: Getty Images
Fréttamannafundi enska landsliðsins fyrir æfingaleikinn gegn Hollandi var að ljúka.

Liðin mætast í Amsterdam annað kvöld og staðfesti Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, nokkur atriði fyrir leikinn.

Jordan Pickford, 24 ára markvörður Everton, verður á milli stanganna. Hann var valinn framyfir Jack Butland, Joe Hart og Nick Pope sem eru allir í enska hópnum.

Þess má geta að Pickford hefur leikið alla deildarleiki tímabilsins og hafa aðeins fjögur lið fengið fleiri mörk á sig.

„Hann er mjög snöggur, getur varið ótrúlegustu bolta og er framúrskarandi í að koma knettinum í leik. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann eftir góða frammistöðu gegn Þýskalandi síðasta nóvember," sagði Southgate.

Jack Wilshere fór ekki með til Hollands vegna meiðsla, en búist er við að hann verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Ítalíu á þriðjudaginn.

„Hann var svekktur með að þurfa að fara af æfingu, en þetta eru sem betur fer ekki alvarleg meiðsli. Hann veit alveg hvernig á að takast á við þetta, þetta er ekkert nýtt fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner